Frostaveturinn mikli 1918 (1968-69)

Veturinn 1968-69 starfaði skólahljómsveit við Menntaskólann að Laugarvatni undir nafninu Frostaveturinn mikli 1918. Meðlimir þessarar sveitar munu hafa verið Guðmundur Benediktsson söngvari og gítarleikari (Mánar o.fl.), Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Örn Ingólfsson [bassaleikari ?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari og Bjarni F. Karlsson trommuleikari. Eins gætu þeir Snorri Ölversson gítarleikari og Þórhallur V. Þorvaldsson bassaleikari…

Jarlar (1975-77)

Jarlar frá Eskifirði starfaði um tíma um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 og var að líkindum allan tímann skipuð sömu meðlimum, þeim Þórhalli V. Þorvaldssyni söngvara og bassaleikara, Viðari J. Ingólfssyni trommuleikara (föður Birkis Fjalars trommuleikara og Andra Freys gítarleikara og dagskrárgerðarmanns), Snorra Ölverssyni söngvara, flautuleikara og gítarleikara og Karli…