Söngfélag Stykkishólms (1878-88)
Kór eða söngflokkur var starfandi í Stykkishólmi um áratugar skeið undir lok 19. aldar, undir nafninu Söngfélag Stykkishólms en bókbindarinn Guðmundur Guðmundsson var stofnandi þess og söngstjóri. Söngfélag Stykkishólms var stofnað árið 1878 til að syngja á milli atriða á leiksýningum sem leikfélagið í bænum setti upp en það var stofnað um svipað leyti. Guðmundur…
