Söngfélagið Harpa [5] (1938-51)

Söngfélag eða blandaður kór var starfandi innan alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í ríflega áratug rétt um miðbik síðustu aldar, saga kórsins skiptist í rauninni í tvennt – annars vegar var um söngfélag að ræða sem söng á skemmtunum og öðrum samkomum á vegum alþýðuflokksins en hins vegar metnaðarfullan kór sem hélt tónleika og söng stærri söngverk. Söngfélagið…

Söngfélagið Harpa [6] (1939-43)

Íslenskt söngfélag starfaði á stríðsárunum í Bellingham í Washington ríki í Bandaríkjunum undir stjórn Helga Sigurðar Helgasonar. Það gekk undir nafninu Söngfélagið Harpa og sótti stjórnandinn nafnið ekki langt yfir skammt því föðurbróðir hans, Jónas Helgason hafði einmitt stofnað söngfélag undir sama nafni í Reykjavík nokkrum áratugum fyrr. Söngfélagið Harpa var líklega stofnað á fyrri…

Söngfélagið Harpa [4] (1908-13)

Óskað er eftir upplýsingum um kór sem starfaði á Patreksfirði á árunum 1908 til 1913 undir nafninu Söngfélagið Harpa, einnig gæti verið um sama kór að ræða sem gekk undir nafninu Söngfélagið Fram. Hermann Þórðarson skólastjóri á Patreksfirði mun hafa verið söngstjóri Hörpu en hann var jafnframt organisti og stjórnandi kirkjukórsins á staðnum, þeir Sigurður…

Söngfélagið Harpa [7] (1969-81)

Söngfélagið Harpa var starfandi um árabil á Hofsósi og söng víða um land meðan það starfaði. Fyrstu heimildir um söngfélagið Hörpu á Hofsósi eru frá því um vorið 1970 en hér er giskað á að það hafi verið stofnað haustið á undan, þá voru um þrjátíu manns í þessum blandaða kór en fólk úr þremur…

Söngfélagið Harpa [1] (1862-93)

Söngfélagið Harpa (hið fyrsta) á sér nokkuð flókna sögu en strangt til tekið er um að ræða þrjá kóra sem störfuðu nokkuð samfleytt í rúmlega þrjá áratugi, fyrsti kórinn var nafnlaus og starfaði á árunum 1862-72, næst tók við Söngfélag í Reykjavík sem starfaði 1872-75 og síðan hið eiginlega Söngfélagið Harpa sem starfaði á árunum…

Söngfélagið Harpa [2] (1898-99)

Söngfélag starfandi undir nafninu Harpa meðal Vestur-Íslendinga á Gimli í Manitoba í Kanada undir lok nítjándu aldar, að minnsta kosti á árunum 1989 og 99. Þorbjörg Paulsen stjórnaði þessum kór en um stúlknakór virðist hafa verið um að ræða. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngfélagið Heklu á Gimli.

Söngfélagið Harpa [3] (1905-06)

Litlar upplýsingar er að finna um söngfélag sem Brynjólfur Þorláksson stjórnaði veturinn 1905-06. Fyrir liggur að kór þessi söng á skemmtun Þjóðræknisfélagsins í Báruhúsinu við Tjörnina en annað er ekki að finna um Söngfélagið Hörpu.

Söngfélag í Reykjavík (1872-75)

Saga Söngfélags í Reykjavík eins og það var kallað, er örlítið flókin því söngfélag þetta var hluti af sögu annars félags eða öllu heldur tveggja annarra söngfélaga. Árið 1862 hafði Jónas Helgason söngmálafrömuður stofnað söngfélag sem líklega hafði ekki opinbert nafn en var síðar kallað Söngfélagið Harpa. Um var að ræða karlakór sem var annar…