Spark [3] (2005)

Spark var ekki eiginleg hljómsveit heldur söngtríó þriggja ungra tónlistarmanna (10 og 11 ára) sem höfðu verið við Söngskóla Maríu Bjarkar Sverrisdóttur, og sendi frá sér plötu haustið 2005. Það voru þeir Hákon Guðni Hjartarson, Guðjón Kjartan Böðvarsson og Snæþór Ingi Jósepsson sem skipuðu Spark og þegar platan sem hlaut Lífið er leikur, kom út…

Spark [2] (2003)

Hljómsveit starfaði sumarið og haustið 2003 undir nafninu Spark og var hún skipuð nokkrum þekktum tónlistarmönnum, hún gæti átt sér eldri rætur og gæti hafa starfað nokkru fyrr einnig. Meðlimir Sparks voru Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Kristján Edelstein gítarleikari. Sveitin spilaði töluvert á Akureyri árið 2003.