Kuml [2] (1995-97)

Hljómsveit starfaði undir nafninu Kuml einhvers staðar á Austfjörðum veturinn 1995 til 1996, og hugsanlega fram til ársins 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þau Ari Einarsson gítarleikari, Bragi Þorsteinsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Margrét L. Þórarinsdóttir söngkona og Stefán Víðisson bassaleikari. Heimildir um þessa sveit eru afar takmarkaðar og því er óskað eftir frekari upplýsingum um…

Sónata [1] (1980)

Hljómsveitin Sónata starfaði á Héraði, hugsanlega á Egilsstöðum árið 1980 en meira liggur ekki fyrir um starfstíma hennar s.s. hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Sónötu voru þau Stefán Víðisson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Björn Vilhjálmsson bassaleikari, Linda Sigbjörnsdóttir og Alda Jónsdóttir en þær tvær síðast töldu voru söngkonur sveitarinnar. Óskað er eftir…

Bergmál [2] (1986-87 / 1991-95)

Danshljómsveitin Bergmál starfaði á Egilsstöðum um árabil og gerði reyndar víðreisn um landið um tíma. Skipta má sögu Bergmáls í tvö tímaskeið. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og starfaði fyrst í um eitt ár eða fram á sumarið 1987, meðlimir hennar í upphafi voru Friðjón Jóhannsson bassaleikari (Mánatríó, Panic o.fl.), Sigurður Jakobsson trommuleikari (Fásinna, Nefndin…