Afmælisbörn 16. nóvember 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm á þessum Degi íslenskrar tungu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er þrjátíu og sex ára gömul á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fimm breiðskífur. Næsta afmælisbarn, Jónas Hallgrímsson (1807-45) er eitt af þjóðskáldunum, allir þekkja…

Haukar [1] (1962-76)

Hljómsveitin Haukar starfaði um árabil norður á Húsavík, um svipað leyti og sveitin var stofnuð var önnur sveit stofnuð sunnan heiða undir sama nafni sem varð til þess að sú norðlenska – sem hér um ræðir var eftirleiðis kölluð Húsavíkur-Haukar til aðgreiningar frá þeirri sunnlensku. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1962 en ekki liggur…

GH kvartett (1961-63)

GH kvartett var skólahljómsveit sem starfaði í Gagnfræðaskóla Húsavíkur fyrir margt löngu en skammstöfunin GH stendur einmitt fyrir nafn skólans. GH kvartettinn mun hafa starfað á árunum 1961 til 63 en aðeins liggja fyrir upplýsingar um tvo meðlimi sveitarinnar, það voru þeir Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari og Steingrímur Hallgrímsson sem gæti hafa verið söngvari hennar. Upplýsingar…