Tappi tíkarrass (1981-83 / 2014-)
Hljómsveitin Tappi tíkarrass var hluti af félagsskapnum STÍFT (samtök trylltra íslenskra flippara og tónlistarmanna) þar sem tónlistin var ekki endilega aðalatriðið. Undanfari þessarar sveitar var Jam 80 en vorið 1981 breyttu þau nafninu í Tappa tíkarrass. Hópurinn hafði samanstaðið af Eyþóri Arnalds söngvara (Todmobile o.fl.), Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara (Das Kapital o.fl.) og Eyjólfi Jóhannessyni…
