Stórsveit Ásgeirs Páls (2001-04)
Fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Páll Ágústsson starfrækti um nokkurra ára skeið í upphafi aldarinnar hljómsveit sem gekk undir nafninu Stórsveit Ásgeirs Páls en sveit hans var þá húshljómsveit á Gullöldinni í Grafarvoginum. Upplýsingar um stórsveit Ásgeirs Páls eru fremur litlar og meiri líkur en minni eru á því að um hafi verið að ræða eins manns hljómsveit…
