Hrynjandi [2] [félagsskapur] (um 1998)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um félagsskap, tónlistarfélag sem starfaði á Húsavík undir nafninu Hrynjandi. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um þetta tónlistarfélag aðrar en að það kom að endurreisn Stórsveitar Húsavíkur og Lúðrasveitar Húsavíkur árið 1998 en starfsemi þeirra sveita hafði þá legið niðri um nokkurt skeið. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum um…

Stórsveit Húsavíkur (1988-93 / 1998-99)

Stórsveit Húsavíkur starfaði í nokkur ár og varð nokkuð virk í þingeysku tónlistarlífi. Sveitin var stofnuð snemma árs 1988 innan tónlistarskólans á Húsavík og starfaði framan af undir merkjum skólans undir nafninu Léttsveit Húsavíkur, því voru margir meðlimir sveitarinnar fremur ungir að árum og öðluðust heilmikla reynslu í þess konar spilamennsku með henni. Sveitin gekk…