Strákarnir [1] (1986)

Hljómsveitin Strákarnir starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1986, og lék þá á nokkrum tónleikum. Sveitina skipuðu nokkrir tónlistarmenn sem þá ýmist voru þekktir eða að verða það, þeir voru Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Pjetur Stefánsson gítarleikari, Guðmundur Gunnarsson trommuleikari, Jens Hansson saxófónleikari og Björgvin Gíslason gítarleikari, líklegt er að Pjetur hafi sungið. Strákarnir komu fyrst…

Strákarnir [2] (1997)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði haustið 1997 undir nafninu Strákarnir en hún mun hafa leikið rokk eða pönk. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þætti við hæfi í umfjöllun um hana.