Strump-serían [safnplöturöð] (1990-95)
Strump-serían svokallaða innihélt þrjá titla sem út komu á árunum 1990-95 og gefnir voru út á vegum útgáfu sem bar nafnið Veraldarkeröld, og var í eigu Magnúsar Axelssonar. Fyrstu tveir titlarnir voru í snælduformi en þriðji og síðasti var geislaplata. Strump-serían telst til neðanjarðarútgáfu, sem fór ekki hátt hjá almenningi en var í staðinn hvalreki…
