Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja (1963-64)
Oddgeir Kristjánsson stjórnaði kór sem gekk undir nafninu Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja vorið 1964 og má reikna með að sá kór hafi þá starfað um veturinn á undan. Kórinn kom fram á tónleikum og naut þá aðstoðar Hrefnu Oddgeirsdóttur, dóttur Oddgeirs en hún var undirleikari kórsins. Ekkert bendir til að Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja hafi starfað lengur…
