Stuna (1995-98)

Hljómsveitin Stuna var nokkuð sér á báti í íslenskri rokktónlist upp úr miðjum tíunda áratug síðustu aldar en hún var þá einna fyrst hljómsveita hérlendis til að blanda saman þungu rokki og tölvu- og danstónlist. Sveitin sendi frá sér eina plötu. Stuna var stofnuð sumarið 1995 af Jóni Símonarsyni söngvara og gítarleikara og Kristjáni (Stjúna)…

Jerkomaniacs (1999)

Einu upplýsingar sem liggja fyrir um hljómsveitina Jerkomaniacs er að hún spilaði pönk og var starfandi vorið 1999. Meðlimir sveitarinnar komu út hljómsveitunum Bootlegs og Stunu, og voru líklega þeir Álfur Mánason, Númi Björnsson og Sigurjón Baldvinsson (og e.t.v. fleiri). Sveitin starfaði í stuttan tíma.