Stürmwandsträume (1996)
Dúettinn Stürmwandsträume af Seltjarnarnesinu var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en meðlimir sveitarinnar voru þeir Ágúst Bogason gítarleikari og söngvari og Sverrir Örn Arnarson trommuleikari og söngvari. Þeir félagar komust ekki áfram í úrslit tilraunanna og mun þar helst hafa verið um að kenna hversu fámennir þeir tveir voru með sitt rokk. Þess…
