Styttri (1987-88)

Djasskvartettinn Styttri var settur saman haustið 1987 af ungum djasstónlistarmönnum og einum reynslubolta, og spilaði á nokkrum uppákomum næsta árið einkum tengdum djassklúbbnum Heita pottinum í Duus húsi en kvartettinn fór einnig norður og spilaði á Húsavík. Nafn sveitarinnar, Styttri, var skírskotun í bandaríska saxófónleikarann Wayne Shorter. Það voru ungliðarnir Hilmar Jensson gítarleikari, Kjartan Valdemarsson…