Yfir 400 söngtextar bætast við Glatkistuna

Á fimmta hundrað sönglagatextar hafa nú bæst í textasafn Glatkistunnar en textasafnið á vefsíðunni spannar nú um þrjú þúsund slíka, þeirra á meðal má finna allt frá algengustu partíslögurum til sjaldheyrðra texta sem hvergi annars staðar er að finna á víðáttum Internetsins. Í þessum nýja skammti kennir ýmissa grasa og hér er helst að nefna…

Súellen (1983-)

Hljómsveitin Súellen er án nokkurs vafa þekktasta sveit sem komið hefur frá Norðfirði en tónlistarlíf var æði blómlegt þar í bæ á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var ein af fjölmörgum fulltrúum landsbyggðarinnar sem gerðu garðinn frægan um og eftir miðjan níunda áratuginn, hún var þó ekki eiginleg gleðipoppsveit í anda Greifanna, Stuðkompanísins eða Skriðjökla…