Grunaðir um tónlist (1991-95)
Keflvíska hljómsveitin Grunaðir um tónlist starfaði um árabil á tíunda áratug síðustu aldar og var um tíma nokkuð virk í spilamennskunni, bæði á heimaslóðum í Keflavík og á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar sem var líklega stofnuð haustið 1991, voru þeir Svanur Leó Reynisson gítarleikari og söngvari, Sveinn Björgvinsson (Svenni Björgvins) gítarleikari og söngvari einnig, Júlíus Jónasson…
