Svartfugl – ný smáskífa frá Myrkva

Tónlistarmaðurinn Magnús Thorlacius eða Myrkvi eins og hann kallar sig sendir í dag frá sér smáskífuna Svartfugl, þá fyrstu af fyrirhugaðri breiðskífu. Í Svartfugli nýtur Myrkvi aðstoðar Valdimars Kolbeins Sigurjónssonar kontrabassaleikara og Arnór Sigurðarsonar trommuleikara en sjálfur syngur Magnús og leikur á gítar, hljómborð og fiðlu. Arnar Guðjónsson annaðist upptökur og hljóðblöndun en um hljómjöfnun…

Svartfugl [1] (1998-99)

Djasstríóið Svartfugl starfaði um rúmlega eins árs skeið undir lok síðustu aldar. Svartfugl kom fyrst fram sumarið 1998 þegar tríóið lék á Jómfrúnni lög eftir Cole Porter í eigin útsetningum og Cole Porter var jafnan meginstef sveitarinnar framan af en þeir félagar léku einkum á höfuðborgarsvæðinu og á stöðum eins og áðurnefndri Jómfrú, Múlanum og…

Svartfugl [2] (2001)

Árið 2001 var starfrækt hljómsveit undir nafninu Svartfugl. Einu upplýsingarnar sem Glatkistan hefur undir höndum um þessa sveit er að Páll Banine mun hafa verið í henni, hér er óskað eftir frekari upplýsingum um Svartfugl, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.