Svensen og Hallfunkel (1997-2004)

Pöbbadúóið Svensen og Hallfunkel skemmti Grafarvogsbúum og nærsveitungum um margra ára skeið í kringum aldamótin en sveitin var þá húshljómsveit á Gullöldinni við miklar vinsældir. Svensen og Hallfunkel (stundum ritað Svenson og Hallfunkel) voru þeir Sveinn Guðjónsson og Halldór Olgeirsson en þeir höfðu starfað saman áður í nokkrum ballhljómsveitum, fyrst með Dansbandinu, síðan Santos, Grand,…