Tarkos (1985-88)
Reykvíska hljómsveitin Tarkos starfaði a.m.k. um þriðja ára skeið á árunum 1985-88. Sveitin tók tvívegis þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, fyrst árið 1987 en sveitin var þá skipuð þeim Viggó [?] söngvara, Tyrfingi Þórarinssyni gítarleikara, Þorfinni Pétri Eggertssyni bassaleikara og Eggerti Þór Jónssyni trommuleikara. Sveitin komst ekki í úrslit. 1988 tók sveitin aftur þátt í Músíktilraunum Tónabæjar…
