Halldór Kristinsson (1950-)

Tónlistarmaðurinn Halldór Kristinsson (oft nefndur Dóri í Tempó) var töluvert áberandi í íslenskri tónlist á sjöunda og áttunda áratugnum en hann var eins konar barnastjarna og síðar í einni af vinsælli hljómsveitum landsins, tríóinu Þremur á palli. Halldór (fæddur 1950) kom fyrst fram á sjónarsviðið aðeins tólf ára gamall þegar hann söng lagið It‘s now…

The Boys (1992-96)

Dúettinn The Boys sló í gegn í Noregi og Íslandi á síðasta áratug 20. aldarinnar og gaf út þrjár plötur sem nutu nokkurra vinsælda, einkum sú fyrsta, þeir teljast þó á mörkum þess að geta talist barnastjörnur í íslenskri tónlistarsögu þar eð þeir störfuðu og bjuggu erlendis. The Boys, bræðurnir Arnar (1982) og Rúnar Halldórssynir…