Heródes (1975-79)

Hljómsveitin Heródes frá Fáskrúðsfirði telst líklega hvorki til þekktustu sveita Austfjarða né landsins en sveitin var þó miðpunktur kostulegs hrepparígs milli Fáskrúðsfirðinga og Héraðsbúa á poppsíðum Dagblaðsins 1976 og 77 þar sem hverjum fannst sinn fugl fegurstur og aðrir ömurlegir, aðdáendur Heródesar og Völundar jusu þar ýmis lasti og lofi á sveitirnar svo úr varð…

Melkorka [1] (um 1975)

Hljómsveit að nafni Melkorka starfaði á austanverðu landinu, jafnvel á Stöðvarfirði eða þar í kring líklega um miðjan áttunda áratuginn – nákvæmari tímasetning eða staðsetning liggur ekki fyrir. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kjartan Ólafsson hljómborðsleikari, Jóhannes Pétursson bassaleikari, Þórarinn Óðinsson trommuleikari, Garðar Harðarson gítarleikari og Sigurður Á. Pétursson söngvari. Allar frekari upplýsingar um hina austfirsku…

Kaskó [1] (1965-67)

Hljómsveitin Kaskó frá Fáskrúðsfirði var skipuð fremur ungum meðlimum en sveitin var starfrækt á árunum 1965-67, og hugsanlega lengur. Meðlimir sveitarinnar voru Hafþór Eide söngvari, Ómar Bjartþórsson gítarleikari, Stefán Garðarsson bassaleikari, Agnar Eide gítarleikari [?] og Þórarinn Óðinsson trymbill. 1967 höfðu orðið einhverjar mannabreytingar í Kaskó, Hafþór hafði þá tekið við bassanum auk þess að…