Sjö systur (1968)

Haustið 1966 æfðu sjö reykvískar systur söngatriði fyrir sjötíu ára afmælisveislu föður síns og fengu sér til aðstoðar Jón Sigurðsson (bankamann) til að leika undir söng þeirra. Jóni leist það vel á söng systranna að hann hafði milligöngu um að þær myndu syngja í tónlistarþættí í Ríkissjónvarpinu haustið 1968, sem þá var tiltölulega nýtekið til…

Söngsystur [3] (1967)

Systurnar Þórdís og Hanna María Karlsdóttir skemmtu með söng víða um landið árið 1967, stundum við undirleik hljómsveita en oftar við eigin undirleik á gítar. Þær skemmtu m.a. á héraðsmótum framsóknarmanna um sumarið og komu svo fram í sjónvarpsþætti um haustið. Þær systur komu úr Keflavík og voru aðeins tuttugu og eins og átján ára…