Sönghópurinn Sólarmegin (1990-2001)

Saga Sönghópsins Sólarmegin á Akranesi spannaði yfir áratug og á þeim tíma sem hann starfaði hélt hann fjölda tónleika og gaf út eina plötu. Sönghópurinn Sólarmegin var stofnaður í upphafi árs 1990 af Ragnheiði Ólafsdóttur sem jafnframt varð fyrsti stjórnandi hópsins. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu kórinn í upphafi eða hversu margir voru þá í…

Melasveitin (1995-2005)

Hljómsveitin Melasveitin starfaði á Akranesi um árabil og var líklega þekktust fyrir að innihalda bæjarstjórann í plássinu, Gísla Gíslason. Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1995 sem skemmtiatriði fyrir árshátíð, meðlimir hennar voru Lárus Sighvatsson hljómborðsleikari, Skúli Ragnar Skúlason fiðluleikari, Guðmundur Jóhannsson bassaleikari, Birgir Þór Guðmundsson gítarleikari, Einar Skúlason gítarleikari, Sigursteinn Hákonarson söngvari, Gísli Gíslason…