Heba (2005)

Hljómsveitin Heba starfaði um tíma á Siglufirði árið 2005 en sveitin var skipuð tónlistarmönnum á grunnskólaaldri. Meðlimir Hebu voru þeir Aron Ingi Kristjánsson gítarleikari, Hlynur Sigurðarson bassaleikari, Vigfús Fannar Rúnarsson gítarleikari og Þórhallur Dúi Ingvarsson trommuleikari en einnig söng Þórarinn Hannesson kennari þeirra úr Grunnskóla Siglufjarðar eitthvað með sveitinni þegar hún kom fram opinberlega.

Tóti og ungarnir (2003-04)

Tóti og ungarnir hljómsveit sem lék í nokkur skipti um sex mánaða skeið árin 2003 og 04. Forsagan var sú að Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari á Siglufirði fékk nokkra unga tónlistarmenn á staðnum til að spila með sér á tónleikum fyrir jólin 2003 en þar var flutt frumsamið efni eftir Þórarin. Uppákoman heppnaðist það…