Hestaleigan (1989)

Hljómsveitin Hestaleigan var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1989, sveitin var frá Akranesi og voru meðlimir hennar þeir Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Þorbergur Auðunn Viðarsson söngvari, Bjarni Þór Hjaltason trommuleikari, Þóroddur Bjarnason gítarleikari og Finnur Guðmundsson hljómborðsleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar. Hestaleigan kom aftur saman tíu árum síðar þegar sveitin hitaði…

Fyrirbæri [2] (1989)

Hljómsveitin Fyrirbæri var ein fjölmörgra sveita á Akranesi sem keppti í hljómsveitakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið 1989 en sveitin var þar kjörin frumlegasta sveit keppninnar. Hugsanlega var Fyrirbæri, sem var átta manna sveit stofnuð sérstaklega fyrir þessa keppni og ekki eru heimildir um að hún komi við sögu á öðrum vettvangi en meðlimir hennar voru Anna…