Þórsmenn [1] (1969-71)

Þórsmenn var hljómsveit starfandi á höfuðborgarsvæðinu um 1970 og mun hafa leikið mestmegnis á Keflavíkurflugvelli en einnig á skemmtistöðum eins og Þórscafé. Meðlimir sveitarinnar voru leiðtoginn Þór Nielsen söngvari og gítarleikari, Ólafur Benediktsson trommuleikari, Sigmundur Júlíusson [?] og Guðmann Kristbergsson bassaleikari. Helga Sigþórsdóttir og Kalla [?] Karlsdóttir sungu ennfremur með sveitinni sem gestasöngvarar í einhver…

Þórsmenn [2] (1968-71)

Hljómsveitin Þórsmenn frá Stykkishólmi starfaði í nokkur ár og lék víða á Snæfellsnesinu, Borgarfirði og allt norður í Húnavatnssýslu. Meðlimir þessarar sveitar voru Lárus Pétursson söngvari og gítarleikari, Sigurður Grétar Hjörleifsson bassaleikari, Hafsteinn Sigurðsson söngvari, trommu- og orgelleikari og Ólafur Geir Þorvarðarson saxófón- og trommuleikari. Sveitin var stofnuð sumarið 1968 og starfaði að minnsta kosti…

Þórsmenn [3] (?)

Hljómsveit með þessu nafni var starfrækt á Þórshöfn á Langanesi á sjöunda eða áttunda áratug 20. aldarinnar, hvenær nákvæmlega liggur ekki fyrir. Engar upplýsingar er að finna um skipan hinnar langnesku Þórsmanna utan þess að Hilmar Arason saxófónleikari var meðal meðlima.