Vladimir Ashkenazy (1937-)
Vladimir Ashkenazy hefur stundum verið kallaður frægasti tengdasonur Íslands en hann er heimsþekktur píanóleikari og hljómsveitastjóri í klassíska geira tónlistarheimsins. Hann hefur haft mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Vladimir Dimitri Davidovich Ashkenazy fæddist í Gorkí í Rússlandi (fyrrum Sovétríkjunum) sumarið 1937, hann flutti með foreldrum sínum til Moskvu þriggja ára gamall og hóf þar píanónám…
