Hljómsveit Þorleifs Finnssonar (1991-2016)

Harmonikkuleikarinn Þorleifur Finnsson starfrækti hljómsveitir í eigin nafni allt frá árinu 1991 og til 2016, sveitirnar voru yfirleitt starfandi í tengslum við félagsstarf Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Svo virðist sem fyrsta sveit Þorleifs hafi starfað árið 1991 en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þá sveit með honum. Þremur árum síðar lék hljómsveit Þorleifs í skemmtidagskrá…

Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar (2000-15)

Harmonikkuleikarinn Ingvar Hólmgeirsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni um langt árabil innan harmonikkusamfélagsins en hann lék ásamt sveit sinni á dansleikjum og öðrum samkomum innan þess og einnig fyrir eldri borgara. Elstu heimildir um Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar eru frá því um haustið 2000 en þá lék sveitin fyrir dansi í Húnabúð í Skeifunni. Á næstu…

Janus (1980-83 / 2004-)

Hljómsveitin Janus starfaði á Skagaströnd fyrir margt löngu og hafði að geyma gítarleikarann Guðmund Jónsson (Sálin hans Jóns míns o.fl.) en hann var þá um tvítugt. Sveitin sem var að öllum líkindum stofnuð 1980 og starfaði í að minnsta kosti þrjú ár var endurvakin 2004 og hefur komið saman reglulega síðan þá, m.a. lék Janus…