Sambandið (1989-95)
Hljómsveitin Sambandið var nokkuð áberandi á sínum tíma og herjaði einkum á árstíðar- og þorrablótamarkaðinn. Sveitin var stofnuð 1989 og var ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé. Fyrst um sinn voru meðlimir hennar Reynir Guðmundsson söngvari, Bjarni Helgason trommuleikari og söngvari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari, Albert Pálsson hljómborðsleikari og söngvari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Smám saman fór…
