Big band Brútal (1998-2001)

Hljómsveitin Big band Brútal var angi af Tilraunaeldhúsinu sem var áberandi í kringum aldamótin síðustu en sveitin lék einhvers konar tilraunakennda raftónlist. Meðlimir sveitarinnar sem stofnuð var 1998, voru Böðvar Yngvi Jakobsson (Böddi Brútal) söngvari, Ólafur Björn Ólafsson (ÓBÓ) trommuleikari, Daði Birgisson hljómborðsleikari, Arnþrúður Ingólfsdóttir tölvu og hljómborðsleikari og Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira) sampler-…

Íslenski hljóðmúrinn (1998-99)

Íslenski hljóðmúrinn var samstarfsverkefni Jóhanns Jóhannssonar og Óskars Guðjónssonar veturinn 1998-99 og e.t.v. lengur. Þeir Jóhann og Óskar léku eins konar tilraunatónlist á tölvu og saxófón og komu fram í nokkur skipti á uppákomum tengdum tónleikaröðinni Tilraunaeldhúsinu sem þá var í gangi.