Toppmenn [1] (1983-84)

Hljómsveitin Toppmenn var stofnuð 1983 en hafði þá í raun starfað um tíma, undir nafninu Bringuhárin. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir félagar Stefán Hjörleifsson gítarleikari og Jón Ólafsson hljómborðsleikari en aukinheldur innihélt hún Hafþór Hafsteinsson trymbil og Hannes Hilmarsson bassaleikara. Jón var líklega aðalsöngvari Toppmanna. Toppmenn spiluðu heilmikið á skemmtistöðum höfuðborgarinnar og snemma árs 1984 tóku…

Töfraflautan (1984-85)

Töfraflautan var hljómsveit sem þeir félagar og fóstbræður Jón Ólafsson hljómborðsleikari og Stefán Hjörleifsson gítarleikari starfræktu ásamt Má Elíassyni trommuleikara og Pétri Hjálmarssyni bassaleikara um miðjan níunda áratuginn. Allir sungu þeir félagarnir. Sveitin var stofnuð upp úr Toppmönnum haustið 1984 og spilaði mikið þá um veturinn en varð ekki langlíf því þegar þeir Jón og…

TÖFRAFLAUTAN – óperusýning fyrir börn í Norðurljósum á sunnudag kl. 13.30 og 16

Hin ástsæla ópera Mozarts, Töfraflautan, verður flutt í styttri útgáfu fyrir börn í Norðurljósum í Hörpu næsta sunnudag, 16. nóvember, á tveimur sýningum, kl. 13.30 og kl. 16. Að sýningunni standa Íslenska óperan, Harpa og Töfrahurð, sem nýverið gaf út bók eftir Eddu Austmann Harðardóttur byggða á óperunni. Í sýningunni er fuglafangarinn Papagenó í hlutverki…