Við á vellinum (um 1990)

Hljómsveit með þessu nafni starfaði í kringum 1990, að öllum líkindum á Akureyri. Tómas Hermannsson gítarleikari [?] var í þessari sveit en ekki er vitað um aðra meðlimi hennar, óskað er eftir frekari upplýsingar um þá.

Bartar (um 1990)

Hljómsveit að nafni Bartar (Sideburns) starfaði á Akureyri í kringum 1990, hvenær nákvæmlega liggur þó ekki fyrir. Meðlimir Barta voru Tómas Hermansson söngvari [?], Borgar Magnason bassaleikari [?], Jón Egill Gíslason [?] og Björn Þór Sigbjörnsson [?]. Sveitin mun aldrei hafa komið fram opinberlega.

Piltur & stúlka (1995)

Tvíeykið Tómas Hermannsson og Ingunn Gylfadóttir sendu frá sér eina breiðskífu undir heitinu Piltur & stúlka haustið 1995 en platan vakti nokkra athygli. Tómas (f. 1971) og Ingunn (f. 1969) voru par á sínum tíma en höfðu hafið eiginlegt tónlistarsamstarf með þátttöku í undankeppni Eurovision keppninnar haustið 1991 fyrir keppnina sem haldin var 1992. Þar…