Taboo kvintett (1960-61)

Taboo kvintett var starfrækt í kringum 1960 og samkvæmt auglýsingum í blöðum frá 1961 var hún skipuð þeim Pétri [?], Tryggva [?], Rafni [?], Sveini Sigurkarlssyni og Donald [Walker bassaleikara?]. Söngkona sveitarinnar var Astrid Jensdóttir en Sigurður Johnny mun einnig hafa sungið með sveitinni. Á einhverjum tímapunkti er Jóhann Gestsson auglýstur sem söngvari með sveitinni…

Tónik [1] (1961)

Hljómsveitin Tónik (Tónik kvintett) var stofnuð af Elfari Berg píanóleikara (Lúdó sextett o.fl.) í ársbyrjun 1961. Aðrir meðlimir voru Björn Björnsson trommuleikari, Guðjón Margeirsson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson gítarleikari, Jón Möller básúnuleikari og Englendingurinn Cole Porter söngvari. Fyrst um sinn lék sveitin í Vetrargarðinum og síðar víðar en hún var ýmist nefnd Tónik eða Tónik kvintett…