Tregasveitin [1] (1987-95 / 2008-)

Blúshljómsveitin Tregasveitin var áberandi á fyrri hluta núnda áratugar síðustu aldar en lítið hefur farið fyrir sveitinni síðan þótt aldrei hafi í raun verið gefið út dánarvottorð á hana. Tregasveitin var stofnuð 1987 og var fyrst um sinn eins konar áhugamannaklúbbur. Í upphafi voru í sveitinni þeir Pétur Tyrfingsson söngvari og gítarleikari, Gunnar Örn Hjördísarson…

Tregasveitin [2] (2007)

Árið 2007 léku þremenningarnir Agnar Már Magnússon orgelleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari með söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur undir nafninu Tregasveitin. Hugsanlega var einungis um eina eða fáar uppákomur að ræða en líkast til var um blússveit að ræða.