Twist & bast (1995-96)
Hljómsveitin Twist & bast var áberandi á sveitaböllunum árið 1996 en það vor sendi sveitin frá sér plötu. Twist & bast var stofnuð 1995 gagngert til að gera út á ballmarkaðinn enda var hún skipuð gamalkunnum meðlimum með reynslu úr bransanum en þeir voru Sævar Sverrisson söngvari, Gestur Pálsson saxófónleikari, Jósep Sigurðsson píanóleikari, Magni Friðrik…
