Gundog (1997)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Gundog sem var meðal sveita sem léku á síðdegistónleikum í Hinu húsinu vorið 1997. Fyrir liggur að Gundog var fjögurra manna harðkjarnasveit og að Ívar Snorrason var bassaleikari hennar, hugsanlega er þetta sama sveit og gekk síðar undir nafninu Ungblóð en lesendur mega gjarnan senda Glatkistunni upplýsingar þ.a.l.

Ungblóð (1997-98)

Rokksveitin Ungblóð starfaði á höfuðborgarsvæðinu um eins og hálfs árs skeið og var eiginlegur undanfari hljómsveitarinnar Mínus ásamt Spitsign, og um leið frumpartur af þeirri harðkjarnavakningu sem spratt í kjölfarið fram á sjónarsviðið. Meðlimir Ungblóð voru Ívar Snorrason bassaleikari, Oddur Hrafn Björgvinsson (Krummi) trommuleikari, Frosti Logason gítarleikari (þeir þrír urðu síðar Mínus-liðar), Sigþór [?] gítarleikari…