Hljómsveit Þórarins Guðmundssonar (1914-58)

Þórarinn Guðmundsson var fyrstur Íslendinga til að nema sig í fiðluleik hér á landi og var þ.a.l. viðloðandi flestar þær hljómsveitir sem störfuðu fyrstu áratugi 20. aldarinnar, reyndar er þó ekki alltaf ljóst hverjar þessara sveita störfuðu í nafni Þórarins og hverjar voru Hljómsveit Reykjavíkur eða Útvarpshljómsveitin sem hann starfaði með og stjórnaði um tíma.…

Danshljómsveit Útvarpsins (1935-49)

Tvær hljómsveitir voru starfandi innan veggja Ríkisútvarpsins á upphafsárum þess, annars vegar var um að ræða sjálfa „Útvarpshljómsveitina“ sem síðar varð að Sinfóníuhljómsveit Íslands, hins vegar það hin eiginlega Danshljómsveit Útvarpsins. Danshljómsveit Útvarpsins var í raun hljómsveit sem Bjarni Böðvarsson hafði stofnað 1935 innan Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) til að leika í útvarpinu á hálfs…