Hrólfur Vagnsson (1960-)

Hrólfur Vagnsson frá Bolungarvík hefur starfað víða um lönd sem tónlistarmaður, upptökumaður og -stjóri, útgefandi, útsetjari og tónlistarkennari en lengst af í Þýskalandi. Hann hefur komið að útgáfu og upptökum mörg hundruð platna og nokkrar þeirra hafa komið út í hans nafni, þekktastur er hann þó e.t.v. hér á landi fyrir að vera fyrsti íslenski…

Vagnsbörn (1991-)

Vagnsbörn (einnig nefnd Vagnsbörnin að vestan) er hópur systkina frá Bolungarvík sem sent hefur frá sér tvær plötur, en hluti hópsins kom einnig að jólaplötu (margmiðlunardiski) fyrir börn. Systkinin voru sjö að tölu og höfðu öll komið að tónlist með einum eða öðrum hætti – fjögur þeirra, Haukur, Pálína, Soffía og Hrólfur þó sínu mest…