Hver sagði skál? (1989-92)

Hljómsveitin Hver sagði skál? starfaði innan Menntaskólans að Laugarvatni um þriggja ára skeið, á árunum 1989 til 1992. Sveitina skipuðu þeir Hjörtur Freyr Vigfússon söngvari og gítarleikari, Svanur Þór Karlsson trommuleikari, Sigurður Már Gunnarsson bassaleikari og Sigmundur Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Á einhverjum tímapunkti voru þeir Steinþór Eiríksson og Valdimar Steinar Einarsson starfandi söngvarar hljómsveitarinnar og um…

Volvo (1989)

Hljómsveitin Volvo kom frá Kirkjubæjarklaustri og starfaði árið 1989. Sveitin var stofnuð um vorið en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, flestir meðlima hennar höfðu áður verið í hljómsveitinni The Hope en þeir voru Hjörtur Freyr Vigfússon gítarleikari og söngvari, Jón Geir Birgisson trommuleikari, Frosti Jónsson hljómborðs- og píanóleikari og Valdimar Steinar Einarsson bassaleikari…