Stúlknakór Varmárskóla [1] (1970)

Árið 1970 var starfræktur kór við Varmárskóla í Mosfellssveit undir nafninu Stúlknakór Varmárskóla. Þessi kór varð ekki langlífur, starfaði e.t.v. bara um haustið 1970 undir stjórn Gunnars Reynis Sveinssonar tónskálds og ekki liggja fyrir neinar frekari heimildir um hann. Óskað er eftir nánari upplýsingum um Stúlknakór Varmárskóla.

Barnakór Varmárskóla (1979-)

Barnakór Varmárskóla (sem hin síðari ár hefur oftar gengið undir nafninu Skólakór Varmárskóla) hefur starfað við Varmárskóla í Mosfellsbæ (áður Mosfellssveit) síðan 1979, alla tíð undir stjórn sama manns. Kórinn var stofnaður 1979 og hefur síðan verið hluti af fjölbreyttu og öflugu kórastarfi í Mosfellsbæ en hvergi er að finna fleiri kóra miðað við mannfjölda.…