Shady (2007)
Hljómsveitin Shady var starfrækt í kringum gerð kvikmyndarinnar Veðramót í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur árið 2007. Ragnhildur Gísladóttir, sem annaðist tónlistina í myndinni, stofnaði þessa sveit en auk hennar voru í henni Björgvin Gíslason gítarleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Davíð Þór Jónsson orgelleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari. Auk þess sungu Bryndís Jakobsdóttir (dóttir Ragnhildar) og Hilmir Snær…
