Vestanhafs (1997)
Tríóið Vestanhafs lék blúsrokk af ýmsu tagi á öldurhúsum höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar árið 1997, og fór þar víða. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Björgvin Gíslason gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari og Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari og söngvari.
