SMS tríó [2] (?)

Óskað er eftir upplýsingum um SMS tríóið sem starfaði líkast til í Vestur-Húnavatnssýslu, annað hvort á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða þeim tíunda. Skúli Einarsson var einn meðlima sveitarinnar, hann gæti hafa verið gítar- eða trommuleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi SMS tríósins.

Sandlóurnar (1987-2006)

Sönghópurinn Sandlóur eða Sandlóurnar eins og hann var iðulega kallaður var ekki eiginlegur kór þótt hann tengdist Karlakórnum Lóuþrælnum, um var að ræða sönghóp maka Lóuþrælanna sem oft kom fram ásamt karlakórnum. Vestur-húnvetnski karlakórinn Lóuþrælar hafði verið starfandi í um tvö ár árið 1987 þegar nokkrir makar meðlima kórsins stofnuðu sönghóp sem þær kölluðu Sandlóurnar,…