Barnakór Vesturbæjarskóla (1976-2011)
Kór starfaði í áratugi við Vesturbæjarskóla, ýmist nefndur Barnakór, Skólakór eða bara Kór Vesturbæjarskóla. Kórinn var líklega formlega stofnaður veturinn 1976-77 en þá hafði verið hefð um nokkurt skeið að skólastjórinn Hans Jörgensson kenndi söng við skólann, þar voru einkum sungin skátalög og svo jólasöngvar fyrir jólin auk þess sem börnin lærðu að syngja þjóðsönginn.…
