Fossmenn (1968-69)

Hljómsveitin Fossmenn starfaði á Selfossi 1968 og 69 að minnsta kosti og var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri, þeir voru Kjartan Jónsson, Haukur Gíslason, Viðar Bjarnason og Þorsteinn Ingi Bjarnason. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var, hvort einhverjar mannabreytingar urðu í henni ellegar hversu lengi hún nákvæmlega starfaði en upplýsingar þ.a.l. mætti gjarnan senda Glatkistunni,…

Karlakór Eyfellinga [2] (1984)

Karlakór var starfandi í Eyjafjallahreppum 1984 og söng m.a. við vígslu félagsheimilisins Heimalands 1984. Þá var Viðar Bjarnason kórstjórnandi. Ekki liggur fyrir hversu lengi sá kór starfaði en líklega var það einungis um skamman tíma.