Viktoria Spans (1943-)
Hin hálf íslenska söngkona Viktoria Spans var ekki áberandi í íslensku tónlistarlífi þótt hún kæmi hingað stundum til tónleikahalds, ein plata kom út með henni hér heima en þrjár í Hollandi. Viktoria fæddist hér á landi 1943, barn íslenskrar móður og hollensks föður. Þegar hún var fjögurra ára gömul fluttist fjölskyldan til Utrecht í Hollandi…
