Villingarnir [1] (1988-89)

Hljómsveitin Villingarnir starfaði á höfuðborgarsvæðinu um tveggja ára skeið og lék dansleikjavænt rokk en sveitin gerði út á ballspilamennsku. Sveitin var líkast til stofnuð vorið 1988 og voru meðlimir hennar þeir Eiríkur Hauksson söngvari, Jakob Garðarsson bassaleikari, Flosi Einarsson hljómborðsleikari, Eiríkur Guðmundsson trommuleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Um haustið fluttist Eiríkur til Noregs og virðist…

Villingarnir [2] (2001)

Árið 2001 störfuðu þeir Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Herb Legowitz (Magnús Guðmundsson) plötusnúður og Matthías M.D. Hemstock slagverksleikari saman undir nafninu Villingarnir. Þeir fluttu á tónleikum verk fyrir plötusnúða, saxófón og slagverk, eins og sagt var í auglýsingu fyrir viðburðinn en ekki liggur fyrir hvort þeir störfuðu eitthvað saman áfram undir þessu nafni.