Söngfélag Vonarinnar (1897)

Söngfélag Vonarinnar var starfrækt innan góðtemplarastúkunnar Vonarinnar nr. 15 í Keflavík en félagið var stofnað árið 1897 af Jóni Þorvaldssyni. Ekki liggur fyrir hversu lengi söngfélagið starfaði, hversu stórt það var eða hvort það söng eingöngu á samkomum stúkunnar eða utan hennar einnig, þá vantar einnig upplýsingar um hvort Jón þessi Þorvaldsson stjórnaði sjálfur söngnum…

Vonin (1890-91)

Vonin var drengjakór sem starfaði í Reykjavík undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar landshöfðingjaskrifara í tæplega tvö ár 1890 og 91, kórinn var fyrstur sinnar tegundar hér á landi. Vonin var stofnuð um vorið 1890 af Brynjólfi, hann æfði þennan hóp drengja sem flestir voru á fermingaraldri og í ágúst héldu þeir tónleika sem vakti mikla athygli…