Vonin (1890-91)

Vonin var drengjakór sem starfaði í Reykjavík undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar landshöfðingjaskrifara í tæplega tvö ár 1890 og 91, kórinn var fyrstur sinnar tegundar hér á landi.

Vonin var stofnuð um vorið 1890 af Brynjólfi, hann æfði þennan hóp drengja sem flestir voru á fermingaraldri og í ágúst héldu þeir tónleika sem vakti mikla athygli í bænum. Kórinn starfaði líklega til loks árs 1891 en þá voru átján dregnir í honum, í lok starfstímans komu þeir fram í bláum og hvítum einkennisbúningum.